Dregi­ Ý Evrˇpukeppni U19 landsli­a

Dregið hefur verið í Evrópukeppni U19 landsliða sem fer fram í Ankara í Tyrklandi 22. - 31. mars næstkomandi.

Ísland lendir í riðli þrjú með Englandi, Króatíu og Svíþjóð. Englendingar urðu Evrópumeistarar U19 árið 2007.

Danmörku er raðað númer eitt og lendir í riðli með Wales, Ungverjalandi og Búlgaríu. Alls taka 30 lönd þátt í keppninni en sjö lönd fá röðun en það eru auk Danmerkur og Englandi Rússland, Þýskaland, Frakkland, Tyrkland og Holland.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er gegn Króatíu en ekki er búið að tímasetja leiki keppninnar.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í Evrópukeppni U19 landsliða.

Íslenska U19 landsliðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Thomas Þór Thomsen TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sara Högnadóttir. Einnig verður keppt á einstaklingsgrunni í Evrópukeppninni.

Skrifa­ 30. jan˙ar, 2013
mg