Árni Þór velur U19 landsliðshópinn sem keppir í Tyrklandi

U19 landslið Íslands keppir í Evrópukeppni U19 landsliða í Ankara í Tyrklandi dagana 21. - 31. mars næstkomandi.

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Liðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Thomas Þór Thomsen TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

Keppnin er bæði landsliðskeppni og einstaklingskeppni.

Daníel, Kristófer og Stefán Ás eru einnig í U17 landsliðshópnum sem spilar í Belgíu beint eftir Evrópukeppnina í Tyrklandi.

Smellið hér til að vita meira um Evrópukeppni U19 landsliða.

Skrifað 21. janúar, 2013
mg