Árni Þór velur U17 landsliðshópinn sem keppir í Belgíu

U17 landslið Íslands keppir í Viktor OLVE mótinu í Antwerpen í Belgíu dagana 29. mars - 1. apríl næstkomandi. 
 
Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Liðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.
 
Badmintonsamband Íslands hefur sent U17 landsliðið á þetta mót annað hvert ár, það ár sem ekki er Evrópukeppni.
 
Smellið hér til að sjá upplýsingar um Viktor OLVE mótið.
Skrifað 21. janúar, 2013
mg