Hiller°d enda­i Ý sj÷unda sŠti

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, tapaði leik sínum gegn Skovshoved 2 í gærkvöldi 6-7.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, einliða- og tvíliðaleik og tapaði báðum leikjunum.

Einliðaleikurinn var á fjórða velli gegn Gert Hansen og Magnús tapaði honum 17-21 og 15-21.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Gert Hansen og Daniel Damgaard-Pedersen. Magnús og Rasmussen töpuðu 18-21 og 16-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í síðustu umferðinni í annarri deild.

Eftir sjöundu og síðustu umferðina endaði Hillerød í 7. og næstneðsta sæti deildarinnar. Í umspilinu sem hefst í byrjun febrúar spilar liðið því um hvort það haldist í 2. deild eða hvort það falli í 3. deild.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 14. jan˙ar, 2013
mg