Vesturlandsmótið haldið í fyrsta sinn

Vesturlandsmótið verður haldið í fyrsta sinn í Borgarnesi á morgun, laugardag. Mótið er B & C mót og er fyrir aldurshópana U9 - U17.

Alls tekur 41 keppandi frá fjórum félögum þátt, Aftureldingu, BH, ÍA og UMF Skallagrími.

Keppt verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í flokkum U13 og U15-U17, Í flokkum U9 og U11 verður leikjafyrirkomulagið þannig að spiluð er ein lota upp í 21 og allir fá verðlaun samkvæmt stefnu ÍSÍ.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Vesturlandsmótinu.

Mótið hefst klukkan 10 með leikjum í U9 og U11. Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki um klukkan 15.

Skrifað 11. janúar, 2013
mg