Nýr heimslisti gefinn út í dag

Alþjóðlega Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Asíubúar eru ráðandi í efstu sætum listans eins og svo oft áður og eru leikmenn frá Kína þar í miklum meirihluta. Einu Evrópubúarnir á topp 5 listans eru Danirnir Jens Erikssen og Martin Lundgaard Hansen nr. 5 í tvíliðaleik karla og Englendingarnir Gail Emms og Nathan Robertsson nr. 4 í tvenndarleik.

Nokkrir Íslendingar eru á heimslistanum og stendur þar hæðst Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir en hún er í 43.sæti listans. Ragna hefur keppt í 10 alþjóðlegum mótum það sem af er þessu ári sem tryggir henni þessa góðu stöðu. Aðrir Íslendingar hafa aðeins keppt í 2-3 mótum á síðustu 12 mánuðum og eru því mun neðar á listanum. Efstur í einliðaleik karla er Atli Jóhannesson nr. 330, efstar í tvíliðaleik kvenna eru Tinna Helgadóttir og Ragna Ingólfsdóttir nr. 149. Í tvíliðaleik karla eru efstir Íslendinga Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson nr. 179. Ekkert íslenskt tvenndarleikspar er á listanum um þessar mundir.

Smellið hér til að skoða heimslita BWF.

Skrifađ 27. september, 2007
ALS