Í­rum degi Iceland International loki­

Heimsmeistarar í tvíliðaleik stúlkna, Lee so Hee og Shin Seung Chan eru komnar í úrslit í tvíliðaleik kvenna eftir sigur á Sinead Chambers Írlandi og Emmu Cook Skotlandi í tveimur lotum 21-5 og 21-8. Í hinni undanúrslitaviðureigninni léku Ko A Ro og Yoo Hae Won gegn Hyo Min Kim og Min Ji Lee allar frá Kóreu. Ko A Ro og Yoo Hae Won sigruðu í tveimur lotum 21-12 og 21-16. Það verður því S-kóreskur slagur í tvíliðaleik kvenna.

Í tvenndarleik leikur síðan íslenskt par Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir í úrslitum en þar mæta þau Chou Tien Chen og Chiang Mei Hui frá Chineise Tapei. Helgi og Þóra léku gegn öðru íslensku pari Agli Guðlaugssyni og Jóhönnu Jóhannsdóttur og höfðu sigur eins og áður segir í þremur lotum 21-16, 18-21 og 21-18. Í hinni viðureigninni léku Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir gegn Chou Tien Chen og Chiang Mei Hui og unnu Chou og Chiang í tveimur lotum 18-21 og 17-21.

Úrslitaleikirirnir hefjast kl. 10 í fyrramálið og verða í beinni útsendingu á SportTv einnig viljum við bjóða alla sem áhuga hafa á að horfa á leikina hér í TBR-húsinu við Gnoðarvog velkomna á staðinn.

Skrifa­ 10. nˇvember, 2012
mg