Egill spilar í Danmörku

Egill Guðlaugsson frá ÍA spilar í vetur með danska liðinu Aalborg Triton 3. Liðið er nú í öðru sæti riðils síns í Danmarksseríunni. Síðasti leikur liðsins var á sunnudaginn gegn abc Aalborg 2 og endaði með sigri Aalborg Triton 8-5.

Egill spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, fyrsta einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla. Einliðaleikurinn, sem var geysilega jafn og spennandi, endaði með sigri andstæðings Egils Anton Nexø 14-21, 15-21 og 24-22.

Tvíliðaleikinn spilaði Egill með Lasse Todberg gegn Rasmus Skjølstrup og Anton Nexø. Hann endaði með sigri Skjølstrup og Nexø 21-14 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fjórðu umferð deildarinnar.

Þetta var fjórða umferð í Danmerkurseríunni en Aalborg Triton 3 hefur í fyrri umferðum mætt Vejgaard sem endaði með sigri Aalborg Triton 11-2, Vendsyssel 3 sem endaði með sigri Aalborg Triton 8-5 og Svenstrup sem endaði með sigri Aalborg Triton 11-2. Smellið hér til að sjá úrslit fyrri umferða.

Næsti leikur Aalborg Triton er laugardaginn 17. nóvember gegn Gug N.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifađ 30. oktober, 2012
mg