┌rslit ß TBR Opi­

Fjórða mót stjörnumótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Daníel Thomsen TBR í einliðaleik karla 21-11 og 21-16.

Í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir að hafa fengið úrslitleik sinn gegn Rakel Jóhannesdóttur gefinn.

Í tvíliðaleik unnu Birkir Steinn Erlingsson og Róbert Þór Henn TBR eftir sigur á Bjarka Stefánssyni og Daníel Thomsen TBR 18-21, 21-17 og 21-7.

Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR eftir að hafa lagt Söru Högnadóttur og Margréti Jóhannsdóttur að velli eftir oddalotu 16-21, 21-17 og 21-13.

Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttur eftir sigur á Atla Jóhannessyni og Jóhönnu Jóhannsdóttur eftir æsispennandi oddalotu 21-16, 19-21 og 25-23.

Í A-flokki sigraði Steinn Þorkelsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann Pálma Guðfinnsson TBR eftir oddalotu 21-23, 21-19 og 21-12.

Einliðaleik kvenna vann Alda Jónsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Jónu Kristínu Hjartardóttur 21-10 og 22-20.

Tvíliðaleik karla sigruðu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR eftir sigur á Pálma Guðfinssyni og Snorra Tómassyni TBR eftir oddalotu 17-21, 21-12 og 21-18.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Elisabeth Christensen og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær unnu í úrslitaleiknum Alexöndru Ýr Stefánsdóttur og Unnu Björk Elíasdóttur TBR 21-18 og 21-14.

Tvenndarleikinn unnu Snorri og Elisabeth TBR eftir sigur á gömlu hempunum Þórhalli Einissyni og Hrund Guðmundsdóttur TBR 21-14 og 21-18.

Davíð Phoung TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Daníel Þór Heimisson ÍA eftir oddalotu 21-8, 18-21 og 21-11.

Margrét Nilsdóttir TBR vann einliðaleik kvenna í B-flokki en í þeim flokki var keppt í riðlum. Margrét vann alla leikina sína.

Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Alexander Eðvarðsson TBR og Egil Þór Magnússon Aftureldingu 21-13 og 21-18.

Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Tvenndarleikinn unnu Daníel Þór Heimisson og Irena Jónsdóttir ÍA en þau unnu Egil Þór og Arndísi Úlfhildi Sævarsdóttur Aftureldingu 22-20 og 21-14.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á TBR Opið.

Næsta mót á stjörnumótaröð BSÍ verður Meistaramót TBR 5. - 6. janúar 2013.

Skrifa­ 29. oktober, 2012
mg