Frábćr ţátttaka á Iceland International

Skráningu á alþjóðlega mótið Iceland International 2012 er lokið.

Alls taka 55 erlendir keppendur þátt í mótinu frá 18 löndum auk Íslandi; Belgíu, Danmörku, Englandi, Írlandi, Ítalíu, Kanada, Kóreu, Litháen, Nígeríu, Noregi, Rússlandi, Skotlandi, Svíþjóð, Tékklandi, Tævan, Ungverjalandi, Wales og Þýskalandi. Þetta er gríðaleg aukning erlendra keppenda frá árinu 2011 en þá tóku 23 erlendir keppendur þátt. Keppendur frá Íslandi eru 31 talsins. Fara þarf aftur til ársins 2007 til að sjá þennan fjölda erlendra keppenda en þá tóku 58 erlendir keppendur þátt.

36 keppendur eru skráðir í einliðaleik karla, 26 í einliðaleik kvenna, 16 pör í tvíliðaleik karla, 11 pör í tvíliðaleik kvenna og 15 pör í tvenndarleik.

Forkeppni verður í einliðaleik karla en átta keppendur taka þátt í henni.  Sigurvegarar þessara fjögurra leikja komast í aðalkeppnina.

Smellið hér til að sjá lista yfir keppendur á mótinu sem fer fram 9. - 11. nóvember næstkomandi í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Dregið verður í mótið viku áður en það hefst.

Skrifađ 16. oktober, 2012
mg