Ragna inni á ÓL eins og stađan er í dag

Badmintonsamband Evrópu (Badminton Europe) ætlar að gefa út svokallaðan "dummy" lista reglulega út Ólympíutímabilið yfir þá leikmenn frá Evrópu sem væru inná leikunum ef ákveðið væri í dag hverjir kæmust inn. Fyrsti listinn var gerður útfrá heimslistanum 1.nóvember 2007. Miðað við þann lista eru nítján Evrópuþjóðir með stúlkur inni á ÓL í einliðaleik kvenna. Þar á meðal er Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir. Það verður spennandi að sjá hvernig þróunin á þessu verður næstu mánuðina en það er heimslistinn 1.maí 2008 sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. Smellið hér til að skoða lista BE.
Skrifađ 4. desember, 2007
ALS