VŠrl°se tapa­i naumlega fyrir Skovshoved

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði leik sínum gegn Skovshoved í þriðju umferð dönsku deildarinnar 4-3.

Tinna spilaði tvíliðaleik með Tine Baun og þær unnu andstæðinga sína, Mette Viscovich og Anne Skelbæk 21-11 og 21-12. Meðspilari Tinnu, Baun, er í sjöunda sæti heimslistans.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit þriðju umferðar úrvalsdeildarinnar.

Eftir umferðina er Værløse í fjórða sæti deildarinnar og hefur fallið um tvö sæti milli umferða.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsta viðureign Værløse er fimmtudaginn 4. október gegn Greve.

Skrifa­ 26. september, 2012
mg