VŠrl°se vann fyrsta leik sinn Ý d÷nsku ˙rvalsdeildinni

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, vann fyrsta leik sinn á tímabilinu er liðið lagði Team Skælskør-Slagelse að velli 4-3.

Tinna hefur hafið keppni aftur eftir að hafa slitið hásin á Meistaramóti Íslands í apríl síðastliðnum.

Tinna spilaði tvíliðaleik með Maria Helsbøl og þær unnu viðureignina gegn Cecilie Sentow og Britta Andersen eftir oddalotu 21-15, 19-21 og 21-10.

Spilaðir eru tveir einliðaleikir karla, einn einliðaleikur kvenna, einn tvíliðaleikur karla, einn tvíliðaleikur kvenna og einn tvenndarleikur í úrvalsdeildinni. Að auki var spilaður gullleikur í tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit fyrstu umferðar úrvalsdeildarinnar.

Eftir fyrstu umferðina er Værløse í öðru sæti deildarinnar.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 14. september, 2012
mg