Helen komst alla leiđ í úrslit

Hin enska Helen Davies sem sigraði Íslandsmeistarann Rögnu Ingólfsdóttur í fyrstu umferð á opna welska mótinu um helgina er greinilega á toppnum þessa dagana. Helen, sem ekki hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum að undanförnu og er því ekki á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og komst alla leið í úrslit um helgina.

Hún byrjaði á því að leggja báða andstæðinga sína í undankeppni mótsins og vann sér þannig rétt til að taka þátt í aðal mótinu. Þar byrjaði hún á að sigra Rögnu sem var með aðra röðun í mótið og síðan tvær aðrar stúlkur eftir það. Í úrslitaleiknum sjálfum mætti hún síðan löndu sinni Jill Pittard sem sigraði í þriggja lotu spennandi leik. Það er óalgengt að leikmenn sem hefja leik í undankeppni komist svona langt í mótum og hlýtur því að vera um að ræða mjög öfluga badmintonkonu á uppleið.

Hægt er að skoða öll úrslit Wales Open um helgina með því að smella hér.

Skrifađ 3. desember, 2007
ALS