Keppni hófst á Ólympíuleikunum í dag

Í dag, laugardaginn 28. júlí, hófst keppni á Ólympíuleikunum og jafnframt var fyrsti keppnisdagur í badminton í dag. 

Ragna Ingólfsdóttir keppir fyrsta leik sinn á mánudagskvöldið við Akvile Stapusaityte frá Litháen.  Þetta verður fimmta viðureign Rögnu og Akvile en Ragna hefur unnið hana í þeim öllum. Ragna mætir svo Jie Yao frá Hollandi á þriðjudagskvöldið. Þær hafa ekki mæst áður.  Akvile og Jie etja kappi á morgun, sunnudag.

Í dag fékk Ragna foreldra sína og bróður í heimsókn í Ólympíuþorpið og í kvöld flutti hún á hótel við keppnisstaðinn en þar gista allir keppendur í badmintonkeppninni en um eins og hálfs klukkustundar akstur er frá Ólympíuþorpinu að Wembley Arena þar sem keppt er. 

 

Heimsókn foreldra Rögnu og bróður

 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í badminton á Ólympíuleikunum.

Skrifađ 28. júlí, 2012
mg