Opnunarhátíđ Ólympíuleikanna fer fram í kvöld

Í kvöld fer fram opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London. 

 

Ólympíuleikar í London 2012

 

Eftir skemmtiatriði ganga íþróttamennirnir inn á Ólympíuleikvanginn ásamt fylgdarliði frá hverju sérsambandi.  Ragna Ingólfsdóttir gengur því inn með íþróttamönnunum og Jonas Huang, þjálfari Rögnu, gengur inn ásamt fylgdarliðinu. 

Í dag æfir Ragna í æfingahöllinni og á morgun flytur hún og Huang úr Ólympíuþorpinu yfir á Wembley Plaza hótelið sem er við hliðina á keppnishöllinni, Wembley Stadium.  Keppendur í badminton dvelja allir á því hótelinu á meðan þeir eru í keppninni.  Síðan flytja þeir aftur inn í þorpið. 

 

Ólympíuleikar í London 2012, Huang, Andri, Ragna og Margrét

 

Ragna er í herbergi með Ásdísi Hjálmsdóttur spjótkastara, sem mun bera íslenska fánann í kvöld á opnunarhátíðinni, og Margréti Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Badmintonsambandsins.

Smellið hér til að skoða myndir frá Ólympíuleikunum 2012.

Skrifađ 27. júlí, 2012
mg