43 dagar í Ólympíuleika

Í dag, föstudaginn 15. júní, eru 43 dagar í Ólympíuleikana í London.  

Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona hefur hafið undirbúning fyrir leikana en hún er óðum að jafna sig eftir tognun á kálfa.  Hún er farin að æfa badminton aftur en á meðan tognunin hamlaði henni í badmintonæfingum tók hún á því á annan hátt eins og með lyftingum og styrktaræfingum.  

Ragna Ingólfsdóttir 

Ragna er núna í 73. sæti heimslistans.  Mánudaginn 23. júlí verður dregið í badmintonkeppnina á Ólympíuleikunum og þá fyrst kemur í ljós hverja Ragna keppir við.  Keppt verður í riðlum og svo í 16 manna útsláttarkeppni.

Skrifađ 15. júní, 2012
mg