Snjólaug og Atli sigurvegarar Varðarmótaraðarinnar

Varðarmótaröð BSÍ lauk um síðustu mánaðarmót með Meistaramóti Íslands.

Í meistaraflokki sigruðu þau Snjólaug Jóhannsdóttir og Atli Jóhannesson sem bæði eru í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. Í A-flokki voru það Sigríður Árnadóttir úr TBR og Daníel Jóhannesson úr TBR sem urðu hlutskörpust.

Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á Varðarmótaröð BSÍ á þingi sambandsins í dag, föstudag. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Varðarmótaröð BSÍ og endanlega stöðu leikmanna á stigalista mótaraðarinnar.
Skrifað 27. apríl, 2012
mg