Vika í Ólympíulistann

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag, fimmtudag. Ragna Ingólfsdóttir fellur um eitt sæti milli vikna og er í 73. sæti listans.

 

Meistaramót Íslands - Ragna Ingólfsdóttir

 

Heimslistinn sem gefinn verður út eftir viku, fimmtudaginn 3. maí, ræður úrslitum um það hvaða leikmenn vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Miðað við stöðu mála núna eru mjög litlar líkur á því að Ragna detti úr Ólympíusæti og stefnir því allt í að hún sé á leið til London í sumar. Það er auðvitað ekkert öruggt fyrr en Alþjóða Badmintonsambandið hefur gefið út listann yfir þá sem fá að taka þátt.

Smellið hér til að skoða heimslistann í badminton 26. apríl 2012.

Skrifađ 25. apríl, 2012
mg