FyrirtŠkjakeppni BS═

Fyrirtækjakeppni BSÍ verður haldin í TBR húsunum við Gnoðarvog laugardaginn 28. apríl næstkomandi.  Keppt verður í Meistara-, A- og B-flokki.  Þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk. 

Til meistaraflokks og A-flokks teljast:  Meistaraflokksleikmaður + B-flokksmaður, tveir A-flokksmenn eða A+B-flokksmenn.  Meistaraflokkskonur utan landsliðsins mega teljast A-flokks leikmenn í þessu móti.  A-flokkskonur mega teljast til B-flokks í mótinu.  Til B-flokks teljast: Tveir B-flokks leikmenn. 

Þátttökugjald er 25.000,-. 

Veglegar veitingar eru í boði á mótinu. 

Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 23. apríl til Badmintonsambandsins í síma 897-4184 eða með því að senda tölvupóst til netfangsins bsi@badminton.is 

Smellið hér til að sjá auglýsingu um Fyrirtækjakeppni BSÍ.

Skrifa­ 3. aprÝl, 2012
mg