Úrslit í A- og B-flokkum

Á meistaramótinu er einnig leikið í Heiðurs og Æðsta-flokki en þar leiða gamlir en góðir spilarar saman hesta sína. Haraldur Kornelíusson TBR sýndi að tæknin er enn til staðar í leik sínum gegn Kristni Jónssyni Samherja þar sem Haraldur vann í tveimur lotum 21 -11 og 21 - 17. Í æðstaflokki léku Árni Haraldsson TBR og Skarphéðinn Garðarsson TBR til úrslita og sigraði Skarphéðinn í tveimur lotum 21 - 18 og 21 - 11.

Eftir úrlit í einliðaleik hófust úrslitaleikirnir í tvíliðaleik í A og B-flokki. Í A-flokki öttu kappi Vignir Sigurðsson og Þórhallur Einisson við Gunnar Bjarka Björnsson og Thomas Thomssen og sigruðu Gunnar Bjarki og Thomas 21 - 10, 19 - 21 og 21 - 17 í spennandi viðureign. Í tvíliðaleik kvenna léku Hrund Guðmundsdóttir og Sigrún Einarsdóttir TBR við Guðrún Júslíusdóttir og Áslaug Jónsdóttir TBR og sigruðu Guðrún og Áslaug 21 - 10 og 23 - 21.

Í B-flokki léku í tvíliðaleik karla Ivan Flack-Petersen og Karl Karlsson Samherjum við Brynjar Geir Sigurðsson BH og Helga Grétar Gunnarsson ÍA og sigruðu Ivan og Karl í odda 21 - 19, 21 -23 og 21 - 17. Í tvíliðaleik kvenna léku Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH gegn Hörpu Heimisdóttir UMF Skallagrím og Línu Dóru Hannesdóttur TBR, jafn og spennandi leikur sem endaði með sigri Önnu og Huldu 23 - 21, 20 - 22 og 21 - 18.

Í heiðurflokki léku Benedikt Bjarnason og Sigurður Skúlason TBR gegn Kjartani Nielsen og Óskari Óskarsyni TBR. Sigruðu Kjartan og Óskar 21 - 9 og 21 - 10. Í Æðstaflokki léku Hörður Þorsteinsson BH og Árni Haraldsson TBR gegn Haraldi Kornelíussyni og Skarphéðni Garðarssyni TBR og sigruðu Haraldur og Skarphéðinn nokkuð örugglega 21 - 10 0g 21 - 4.

Síðustu leikirnir fyrir hlé voru úrslit í meistaraflokki hefjast kl. 15:30 voru úrslit í tvenndarleik í A og B-flokki. Í A-flokki léku Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir TBR gegn Ingólfi Ingólfssyni og Kristínu Magnúsdóttur TBR. Sigruðu Ingólfur og Kristín í tveimur lotum 21 - 10 og 21 - 14. Í B-flokki sigruði svo Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR þau Daníel Heimisson og Írenu Jónsdóttur í oddalotu 19 - 21, 21 - 17 og 21 - 15.

Klukkan 15:30 hefjast svo úrslitaleikirnir í meistaraflokki á einliðaleik og verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV en við hvetjum fólk til að kíkja í Íþróttahús TBR við Gnoðarvog og hvetja keppendur til dáða.

Skrifađ 1. apríl, 2012
mg