Úrslit kunn í einliðaleik í A- og B-flokki

Meistaramót Íslands hófst í morgun kl. 10 með úrslitaleikjum í A og B-flokkum.

Byrjað var á úrslitaleikjum í einliðaleik. Í flokki karla áttust við Gunnar Bjarki Björnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR og sigraði Daníel í oddalotu eftir hörkuleik 17 -21, 21 - 16 og 21 - 19.

Í A-flokki kvenna léku Sígríður Árnadóttir TBR og Unnur Björk Elíasdóttir TBR. Sigríður sigraði nokkuð örugglega 21 - 10 og 21 -14.

Í B- flokki áttust við í karlaflokki Pálmi Guðfinnsson TBR og Brynjar Geir Sigurðsson BH. Pálmi sigraði fyrstu lotuna 21 - 19 og þá seinni nokkuð örugglega 21 - 7.

Í kvennaflokki áttust við Alda Jónsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími sem enduðu með sigri Öldu eftir þrjár lotur 16 - 21, 21 - 10 og 21 - 10.

Skrifað 1. apríl, 2012
mg