Spennandi leikir í meistaraflokki

Keppni í einliðaleik í meistaraflokki karla og kvenna hófst með nokkrum spennandi leikjum.

Magnús Ingi Helgason, Helgi Jóhannesson, Egill G. Guðlaugsson og Kári Gunnarsson eru komnir í undanúrslit í meistaraflokki karla en þeir unnu allir andstæðinga sína í tveimur lotum.

Í meistaraflokki kvenna eru Ragna Ingólfsdóttir, Rakel Jóhannsdóttir, Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir eru komnar í undanúrslit. Ragna og Rakel unnu andstæðinga sína í tveimur lotum en leikir Karitasar Ósk og Snjólaugar fóru í oddalotur. Tinna Helgadóttir á við smávægileg meiðsl að stríða og tók ekki þátt í einliðaleiknum að þessu sinni.

Undanúrslit í meistaraflokki hefjast klukkan 18. 

Skrifađ 31. mars, 2012
mg