Íslensku keppendurnir úr leik í Svíţjóđ

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á Uppsala Junior International mótinu en U19 landslið Íslands tók þátt í mótinu. 

Sara Högnadóttir komst í undanúrslit í einliðaleik kvenna sem er frábær árangur.  Hún mætti þar Seydi Aktan frá Svíþjóð, sem var raðað númer þrjú inn í mótið, og tapaði fyrir henni 13-21 og 18-21. 

Sara og Margrét Jóhannsdóttir töpuðu í tvíliðaleik fyrir Jordan Hart og Aimee Moran frá Wales eftir oddalotu 20-22, 24-22 og 13-21. 

Aðrir keppendur féllu úr keppni í fyrsta leik. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Uppsala Junior International mótinu.

Skrifađ 25. mars, 2012
mg