Íslandsmót unglinga hefst í dag

Í dag klukkan 19 hefst Íslandsmót unglinga í Íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ.  Þá fara fram fyrstu umferðir í einliðaleik í U13-U17. 

Á morgun hefst dagurinn klukkan 9 á keppni í flokki U11.  Sá flokkur verður spilaður allur, ein lota upp í 21, og lýkur á verðlaunaafhendingu í þeim flokki klukkan 11.  Þá hefjast tvíliðaleikir í flokki U13 og U15.  Spilað verður fram í undanúrslit í öllum flokkum og greinum. 

Á sunnudaginn hefst keppni klukkan 10 með undanúrslitaleikjum og úrslitaleikir hefjast klukkan 12. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu. 

Smellið hér til að sjá síðu Aftureldingar en hún verður uppfærð reglulega á meðan mótinu stendur.

Skrifað 2. mars, 2012
mg