Helgi er ■refaldur ReykjavÝkurmeistari

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Mikið var um jafna leiki og mjög margar úrslitaviðureignir enduðu í oddalotu. Helgi Jóhannesson TBR varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari.

Í meistaraflokki stóð Helgi Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari en hann var sá eini sá vann það afrek að verða þrefaldur Reykjavíkurmeistari. Hann vann Atla bróður sinn í einliðaleik eftir oddalotu 13-21, 24-22 og 21-18. Þeir bræðurnir unnu tvíliðaleik karla eftir sigur á Daníel Thomsen og Bjarka Stefánssyni 21-17 og 21-15. Tvenndarleikinn vann Helgi ásamt Elínu Þóru Elíasdóttur TBR eftir sigur á Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR, einnig eftir oddalotu, 18-21, 21-11 og 21-18.

Einliðaleik kvenna sigraði Rakel Jóhannesdóttir TBR eftir sigur á Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-17, 21-23 og 21-19.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Rakel og Elín Þóra TBR er þær lögðu Karitas Ósk Ólafsdóttur og Snjólaugu TBR að velli 21-14 og 28-26.

Rakel og Elín Þóra urðu því tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.

Í A-flokki sigraði Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann Eið Ísak Broddason TBR í úrslitaleik 21-19 og 21-19.

Einliðaleik kvenna vann Margrét Finnbogadóttir TBR en hún vann Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleik 21-18 og 21-15.

Tvíliðaleik karla sigruðu Daníel Jóhannesson og Eiður Ísak Broddason TBR eftir sigur á Sigurjóni Jóhannssyni og Þórhalli Einissyni TBR eftir oddalotu 21-19, 14-21 og 21-17.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær unnu í úrslitaleiknum Margréti Finnbogadóttur og Unni Björk Elíasdóttur TBR 21-19 og 26-24.

Tvenndarleikinn unnu Þorkell Ingi Eriksson og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR eftir sigur á Daníel Jóhannessyni og Sigríði Árnadóttur TBR eftir oddalotu 16-21, 21-15 og 22-20.

Brynjar Geir Sigurðsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Helga Grétar Gunnarsson ÍA eftir oddalotu 17-21, 22-20 og 21-16.

Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu sigraði Unnu Dagbjörtu Ólafsdóttur TBR í einliðaleik í B-flokki kvenna 21-15 og 21-10.

Tvíliðaleik karla unnu Egill Þór Magnússon og Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu en þeir unnu í úrslitaleiknum Magnús A. Einarsson og Jón Sólmundsson BH eftir oddalotu 21-13, 17-21 og 21-16.

Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Tvenndarleikinn unnu Böðvar Kristófersson og Helena Guðrún Óskarsdóttir BH en þau unnu Egil Þór Magnússon og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu eftir oddalotu 21-18, 16-21 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna.

Skrifa­ 27. febr˙ar, 2012
mg