Ragna keppir í Austurríki

Alþjóðlega austurríska mótið hófst í gær með leikjum í forkeppninni en aðalmótið hófst í dag.

Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í mótinu og átti fyrsta leik við Christina Aicardi frá Perú. Aicardi er númer 94 á heimslistanum en Ragna er í 73. sæti. Ragna vann leikinn örugglega 21-10 og 21-19.

Ragna keppir því á morgun í annarri umferð mótsins við Simone Prutsch frá Austurríki. Prutsch er númer 83 á heimslistanum. Þær Ragna hafa mæst tvisvar áður og Ragna unnið í bæði skiptin, síðast í janúar síðastliðnum.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifað 23. febrúar, 2012
mg