Sigur á Luxemburg

Íslenska karlalandsliðið spilaði síðustu viðureign sína í Evrópukeppni karlalandsliða í Amsterdam í Hollandi nú rétt í þessu við Luxemburg.

Atli Jóhannesson spilaði fyrsta einliðaleikinn gegn Robert Mann og tapaði eftir oddalotu 18-21, 29-27 og 11-21.

Magnús Ingi Helgason spilaði annan einliðaleik íslenska liðsins við Yann Hellers og vann hann örugglega 21-14 og 21-10.

Egill Guðlaugsson keppti þriðja einliðaleikinn og tapaði fyrir Mike Vallenthini 18-21 og 18-21.

Tvíliðaleikina spiluðu annars vegar Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson gegn Yann Hellers og Eric Solagna og hins vegar Egill og Atli gegn Akis Leo Thomas og Mike Vallenthini.

Magnús Ingi og Helgi unnu tvíliðaleik sinn 21-13 og 21-14.

Egill og Atli unnu einnig tvíliðaleik sinn 21-12 og 21-12.

Leikurinn endaði því með sigri Íslands 3-2 og er þetta eini sigur íslenska liðsins í keppninni.

Íslenska karlalandsliðið endaði því í þriðja sæti riðilsins.

Skrifað 16. febrúar, 2012
mg