Tap gegn Frakklandi

Íslenska kvennalandsliðið atti kappi í morgun við Frakka í Evrópukeppni kvennalandsliða.

Frakkar unnu leikinn 4-1 en Tinna Helgadóttir og Ragna Ingólfsdóttir unnu tvíliðaleik sinn gegn Audrey Fontaine 21-16 og 21-12.

Ragna tapaði einliðaleik sínum mjög naumlega 19-21 og 18-21 gegn Hongyan Pi sem er í 23. sæti heimslistans, sem er mjög flottur árangur.

Snjólaug Jóhannsdóttir tapaði viðureign sinni við Perrine Lebuhanic 10-21 og 11-21.

Rakel Jóhannesdóttir tapaði einliðaleik sínum fyrir Marie Batomene 9-21 og 8-21.

Þá töpuðu Snjólaug og Karitas Ósk Ólafsdóttir tvíliðaleik fyrir Lorraine Baumann og Lea Palermo 13-21 og 17-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Frökkum er raðað í sjöunda sæti inn í keppnina. Næst á íslenska kvennalandsliðið leik við Wales á morgun klukkan 13:15.

Íslenska karlalandsliðið á viðureign við Finnland klukkan 13:15 í dag.

Skrifað 15. febrúar, 2012
mg