BH Keppnis Íslandsmeistarar í B-deild

Úrslitariðli í B-deild í Deildakeppni BSÍ lauk rétt í þessu. TBR-Hrafnarnir, TBR-Þrumuguðirnir og BH-Keppnis öttu kappi í riðli um 1. - 3. sætið sætið í B-deild.

BH Keppnis stóðu uppi sem sigurvegarar og eru því Íslandsmeistarar liða í B-deild. Í öðru sæti urðu TBR-Þrumuguðirnir og TBR-Hrafnarnir í því þriðja.

 

Deildakeppni BSÍ 2012

 

Úrslitaleikir í meistaradeild og í A-deild eru nú að hefjast. Í A-deild spila til úrslita TBR-Öllarar 2 og BH-K liðið.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í B-deild.

Skrifað 5. febrúar, 2012
mg