Reykjavík International Games eru um helgina

Unglingameistaramót TBR verður um helgina í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið, sem hefst á laugardaginn klukkan 10, er hluti af Reykjavík International Games.

Leikarnir hefjast formlega á morgun, fmmtudag, með fyrirlestrum. Smellið hér til að sjá dagskrá fyrirlestranna.

Opnunarhátíð fer fram í Laugardalshöllinni á föstudaginn klukkan 19-21 og sundlaugarpartý fyrir þátttakemdur leikanna verður í Laugardalslauginni á laugardagskvöldið klukkan 19-22. Lokahátíðin fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn klukkan 19-21.

Mótið er hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga.

Leikið verður í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Þátttakendur eru 171 talsins frá ellefu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBA, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn. Að auki taka 30 keppendur frá Færeyjum þátt. Alls verða spilaðir 345 leikir á mótinu.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 18. janúar, 2012
mg