Ţrír ţrefalldir á Vetrarmóti TBR

Vetrarmót TBR fór fram í TBR húsunum um helgina. Mótið var mjög fjölmennt en um 150 krakkar frá níu badmintonfélögum tóku þátt. Flestir keppendur komu úr TBR eða 63 en næstflestir komu alla leið frá Siglufirði eða 31.

Þrír leikmenn náðu þeim einstaka árangri að vinna þrefallt á mótinu þ.e. standa uppi sem sigurvegarar í öllum greinunum þremur einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Í U19 flokknum var það Róbert Þór Henn frá Akranesi sem varð þrefalldur en í U13 flokknum voru það Margrét Jóhannsdóttir og Gunnar Bjarki Björnsson úr TBR sem unnu þrefallt.

Margir spennandi leikir voru spilaðir um helgina en sérstaklega gaman er þó að fylgjast með U17 flokknum. Þar er samkeppnin einstaklega hörð og alltaf nýir sigurvegarar í hverju unglingamóti.

Úrslit allra leikja má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 26. nóvember, 2007
ALS