Hiller°d bursta­i Bornholm

Fimmta umferð þriðju deildarinnar í Danmörku fór fram í gærkvöldi.

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar burstaði anstæðing sinn, Bornholm 13-0.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvíliðaleik og tvenndarleik. Tvenndarleikinn spilaði hann með Stine Kildegaard Hansen gegn Miki Jensen og Celilie Kofoed. Magnús og Hansen unnu leikinn 21-12 of 21-15. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Miki Jensen og Mathias Christiansen. Magnús og Rasmussen unnu leikinn eftir oddalotu 11-21, 27-25 og 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Hillerød og Bornholm.

Hillerød er nú á toppi þriðju deildarinnar með 13 stig en aðeins tvær umferðir eru eftir, 6. desember þegar Hillerød spilar við Gentofte 3, sem er í öðru sæti deildarinnar, og 15. janúar þegar Hillerød mætir Skibby, sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deildinni.

Skrifa­ 5. desember, 2011
mg