Ragna komin í undanúrslitin í Wales

Ragna er komin í undanúrslit á alþjóðlega velska mótinu eftir sigur á Sarah Thomas frá Wales 21-12 og 21-14.

 

Iceland International 2011

 

Undanúrslitaleikinn spilar Ragna seinna í dag annað hvort við Julia Pei Xian Wong frá Malasíu sem er númer 170 á heimslistanum eða Tanvi Lad frá Indlandi sem er númer 157 á heimslistanum. Lad er raðað númer átta inn í mótið en Rögnu er raðað númer eitt inn í mótið og hún vermir 66. sæti heimslistans.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega velska mótinu.

Skrifað 3. desember, 2011
mg