Ragna komin Ý ■ri­ju umfer­ Ý Skotlandi

Ragna Ingólfsdóttir er í Skotlandi að keppa á alþjóðlega skoska mótinu. Henni er raðað númer átta inn í einliðaleik kvenna og sat hjá í fyrstu umferð.

Í annarri umferð keppti hún við Getter Saar frá Eistlandi. Ragna vann örugglega 21-13 og 21-12.

Í þriðju umferð mætir hún Anu Nieminen frá Finnlandi sem er númer 69 á heimslistanum. Ragna er í 65. Sæti. Viðureign þeirra fer fram seinna í dag.

 

Iceland International 2011

 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega skoska mótinu.

Skrifa­ 25. nˇvember, 2011
mg