Danir eru Evrˇpumeistarar U17 landsli­a

Danir eru Evrópumeistarar U17 landsliða eftir sigur á Englendingum.

Í undanúrslitum unnu Danir Tyrkland 3-0 og Englendingar unnu Rússa 3-0. Það var því búist við spennandi viðureign þrátt fyrir að Danir hafi vissulega verið sigurstranglegastir.

Englendingurinn Alex Lane vann fyrsta leikinn, einliðaleik karla, er hann lagði hinn danska Peter Correll eftir oddalotu 21-14, 15-21 og 21-16. Danir unnu einliðaleik kvenna og báða tvíliðaleikina og endaði því viðureign Dana og Englendinga 3-1 fyrir Dani. Með því tryggðu þeir sér Evrópumeistaratitilinn.

Smellið hér til að sjá úrslit í Evrópukeppni U17 landsliða.

Íslendingar enduðu í 22. - 28. sæti.

Skrifa­ 23. nˇvember, 2011
mg