Danir, Tyrkir, Englendingar og Rússar komnir í undanúrslit

Átta liða úrslit á Evrópumóti U17 landsliða í Portúgal fóru fram í dag.  Danir, Tyrkir, Englendingar og Rússar eru komnir í undanúrslitin sem verða spiluð seinna í dag. 

Danir unnu Slóvakíu 3-0, Tyrkir unnu Belgiu 3-2, Englendingar unnu Frakka 3-1 og Rússar unnu Þjóðverja 3-2. 

Í undanúrslitum mæta Danir Tyrkjum og Englendingar Rússum. 

Danmörku var raðað númer eitt inn í mótið, Rússum númer tvö, Tyrkjum númer þrjú og Englendingum númer fjögur.  Það ætti því ekki að koma á óvart að þessi lönd séu komin í undanúrslitin. 

Úrslitin ráðast síðan á morgun en þá hefst einnig einstaklingskeppni Evrópukeppni U17.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í einstaklingskeppninni.

Skrifað 22. nóvember, 2011
mg