Ragna hefur lokið keppni í Noregi

Ragna Ingólfsdóttir spilaði annan leik sinn á alþjóðlega norska mótinu nú rétt í þessu við Chloe Magee frá Írlandi.

Leikurinn endaði með sigri Magee eftir oddalotu 21-17, 14-21 og 21-15 og Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. Magee er í 49. sæti heimslistans en Ragna er í því 64.

Smellið hér til að sjá úrslit á alþjóðlega norska mótinu.

Ragna keppir næst á alþjóðlega skoska mótinu um næstu helgi en þar er henni raðað númer átta inn í einliðaleik kvenna.

 

Iceland International 2011

 

Skrifað 18. nóvember, 2011
mg