VŠrl°se vann Solr°d Strand 5-1

Fimmta umferð úrvalsdeildar Danmörku fór fram í gærkvöldi.

Lið Tinnu Helgadóttur, Værløse, vann Solrød Strand örugglega 5-1.  Tinna lék með liði sínu í fyrsta skipti í nokkurn tíma en hún hefur verið að ná sér eftir meiðsli í baki.  Tinna spilaði tvíliðaleik með Maria Helsbøl.  Þær unnu Joan Christiansen og Sandra-Maria Jensen 21-17 og 21-12.

Værløse spilar næst fimmtudaginn 10. nóvember við Skovshoved.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í gær i viðureign Værløse og Solrød Strand.

Værløse er áfram í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar.  Smellið hér til að sjá stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni.

Skrifa­ 9. nˇvember, 2011
mg