Risastórt Vetrarmót TBR um helgina

Hið árlega Vetrarmót TBR fer fram í TBR húsunum um helgina. Mótið er mjög stórt í ár en alls hafa um 150 börn og unglingar skráð sig til keppni. Fjölmennustu greinarnar eru einliðaleikur hjá U13 hnokkum, U15 sveinum og meyjum og U17 drengjum.

Keppni hefst kl. 10.00 á laugardag en þann dag munu aðeins U13 og U15 flokkarnir spila. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 17 þennan dag. Á sunnudag hefst keppni einnig kl.10.00 en þá leika U17 og U19 flokkarnir auk þess sem leikin verða undanúrslit og úrslit í U13 og U15 flokkunum. Niðurröðun mótsins með nánari tímasetningum má nálgast með því að smella hér. Athugið að tímasetningar badmintonmóta eru alltaf til viðmiðunar hugsanlegt er að leikir gætu byrjað örlítið fyrr eða síðar.

Heimasíða Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur sem heldur mótið er www.tbr.is.

Skrifað 22. nóvember, 2007
ALS