Ragna komin í úrslit á Iceland International mótinu

Ragna Ingólfsdóttir er komin í úrslit í einliðaleik á Iceland International eftir sigur á Louise Hansen frá Danmörku 21 - 12 og 21 - 10.

Í úrslitum mætir hún annað hvort Sara B. Kverno frá Noregi eða Akvile Spatusaityte frá Litháen sem nú etja kappi um að komast í úrslitaleikinn.

Nú eru í gangi undanúrslitaleikir í einliðaleik karla. Svo taka við tvíliðaleikir kvenna og tvíliðaleikir karla.

Dagurinn endar á tvenndarleikjum.

Skrifað 12. nóvember, 2011
mg