Úrslit á Unglingamóti TBA

Unglingamót TBA var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U17. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Jóhannes Orri Ólafsson KR Daníel Ísak Steinarsson BH 21-6 og 21-13 í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR eftir oddalotu 19-21, 21-15 og 21-16 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Elmar Blær Arnarsson og Jökull Karlsson Samherja Eystein Högnason og Kjartan Örn Bogason TBR eftir oddalotu 21-17, 20-22 og 21-11. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea og Erna Katrín TBR Hafdísi Jónu Þórarinsdóttur BH og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS eftir oddalotu 18-21, 21-15 og 21-19. Í tvenndarleik unnu Elmar Blær og Valdís Sigurðardóttir Samherja Jökul Karlsson og Katrínu Sigurðardóttur Samherja 21-17 og 21-19.

Í flokki U15 vann Pálmi Guðfinnsson TBR Davíð Phoung TBR 21-15 og 21-16 í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími 21-11 og 21-19 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Alexander Huang og Pálmi TBR Alex Harra Jónsson og Davíð 21-16 og 21-18. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-14 og 21-12. Í tvenndarleik unnu Alexander og Alda TBR þau Kristófer Darra Finnsson og Margréti Nilsdóttur TBR eftir oddalotu 22-20, 16-21 og 21-12. Alda vann því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U17 vann Stefán Þór Bogason TBR Elvar Jóhann Sigurðsson Samherja 21-12 og 21-14 í einliðaleik drengja. Unnur Dagbjört Ólafsdóttir TBR vann Elísu Líf Guðbjartsdóttur TBR 21-11 og 21-15 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Stefán Þór TBR og Garðar Hrafn Benediktsson BH Ask Mána Stefánsson og Róbert Inga Huldarson eftir oddalotu 21-10, 18-21 og 21-18. Í tvíliðaleik telpna unnu Elísa Líf og Unnur Dagbjört TBR Kolbrúnu Helgu Gunnlaugsdóttur og Ástrósu Ósk Jóhannesdóttur TBS 21-19 og 21-9. Í tvenndarleik í flokki U17 var keppt í riðlum. Sigurvegarar voru Stefán Þór og Unnur Dagbjört TBR. Stefán Þór og Unnur Dagbjört unnu því þrefalt á þessu móti.

Ekki var keppt í flokki U19 á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBA.

Skrifað 8. nóvember, 2011
mg