TvÝli­aleikur me­ boltaflutningi!

Það er alltaf skemmtilegt að bridda uppá nýjum æfingum, leikjum og spilaformum á æfingum. Á heimasíðunni www.badmintonsiden.dk undir "badmintontaken" eru margar skemmtilegar æfingar sem hægt er að grípa í langi mann að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi.

Eitt skemmtilegt spilaform á síðunni kallast "Tvíliðaleikur með boltaflutningi!". Spilið virkar þannig að það er spilaður tvíliðaleikur þannig að samherjarnir þurfa að skiptast á að slá boltann. Engin stig eru talin heldur vinnur það lið sem fyrst nær að flytja átta bolta sem þeir voru búnir að stilla upp við aðra hlið vallarins, yfir á hina hliðina. Aðeins er hægt að flytja einn bolta í einu og það verður að leggja hann niður, ekki kasta. Bolti gildir aðeins sem færður yfir ef hann er færður meðan spilið er í gangi. Ef ekki er búið að leggja bolta niður áður en rallý er búið þarf að skila honum til baka aftur áður en gefið er upp.

Ef þið lumið á skemmtilegum æfingum eða leikjum sem þið viljið deila með öðru badmintonfólki þá má endilega senda póst á annalilja@badminton.is og þeim verður komið á framfæri hér á heimasíðunni.

Skrifa­ 21. nˇvember, 2007
ALS