Skráningu á Iceland International lokiđ

Skráningu á alþjóðlega mótið Iceland International 2011 er lokið. 

Alls taka 24 erlendir keppendur þátt í mótinu frá níu löndum, Danmörku, Englandi, Írlandi, Litháen, Noregi, Tékklandi, Svíþjóð, Tékklandi og Wales. 

32 keppendur eru skráðir í einliðaleik karla, 22 í einliðaleik kvenna, 14 pör í tvíliðaleik karla, 12 pör í tvíliðaleik kvenna og 16 pör í tvenndarleik. 

Ragna Ingólfsdóttir fær fyrstu röðun í einliðaleik kvenna. 

Smellið hér til að sjá lista yfir keppendur á mótinu sem fer fram 11. - 13. nóvember næstkomandi í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Dregið verður í mótið viku áður en það hefst.

Skrifađ 25. oktober, 2011
mg