Ragna úr leik á opna hollenska mótinu

Ragna tapaði leik sínum fyrir Kristina Gavnholt frá Tékklandi á opna hollenska mótinu nú rétt í þessu.

Fyrri lotunni tapaði hún 19-21 en gekk verr í seinni lotunni og tapaði henni 11-21.

Gavnholt er í 53. sæti heimslistans en Ragna er í 64. sæti. Ragna er því úr leik í mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á opna hollenska mótinu.

Það styttist óðum í Ólympíuleikana í London og með þátttöku í alþjóðlegum mótum og árangur á þeim er Ragna á góðri leið með því að vinna sér þátttökurétt á þeim.

Skrifađ 12. oktober, 2011
mg