Ţrír urđu ţrefaldir Reykjavíkurmeistarar unglinga

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog á laugardaginn.

Þrír aðilar unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik, þau Alda Karen Jónsdóttir TBR (U15), Daníel Jóhannesson TBR (U17) og Thomas Þór Thomsen TBR (U19).

Þrír einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Jóhannes Orri Ólafsson KR (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Davíð Bjarni Björnsson TBR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik og Sigríður Árnadóttir TBR (U17) í tvíliða- og tvenndarleik.

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru:
Í einliðaleik: Andrea Nilsdóttir TBR (U13), Pálmi Guðfinnsson TBR (U15), Margrét Finnbogadóttir TBR (U17) og Sara Högnadóttir TBR (U19).
Í tvíliðaleik: Atli Már Eyjólfsson KR (U13), Kristófer Darri Finnsson TBR (U15), Margrét Nilsdóttir TBR (U15), Eiður Ísak Broddason TBR (U17), Jóna Kristín Hjartardóttir TBR (U17), Gunnar Bjarki Björnsson TBR (U19) María Árnadóttir TBR (U19) og Margrét Jóhannsdóttir TBR (U19).
Í tvenndarleik: Andri Broddason TBR (U13) og Erna Katrín Pétursdóttir TBR (U13) og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR (U19).

Önnur úrslit á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast hér.

Skrifađ 27. september, 2011
mg