Septembermót TBR er á morgun

Annað mót vetrarins, Septembermót TBR, er annað kvöld, föstudagskvöldið 16. september.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki líkt og á fyrsta móti vetrarins.

Alls eru 13 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér.

Sjö keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér.

Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog og hefst keppni klukkan 18.

Skrifađ 15. september, 2011
mg