Kínverjar heimsmeistarar í tvenndarleik eins og í öđrum greinum

Í tvenndarleik spiluðu til úrslita Englendingurinn Chris Adcock og skoska stúlkan Imogen Bankier en þau komu öllum á óvart með því að ná svo langt en þau voru ekki með röðun inn í tvenndarleikinn en 16 pör fengu röðun.

Á móti þeim keppti kínverska parið Nan Zhang og Yunlei Zhao en Zhao lék einnig til úrslita í tvíliðaleik kvenna.

Zhang og Zhao var raðað númer eitt inn í tvenndarleikinn og þau enduðu sem heimsmeistarar eftir sigur 21-15 og 21-7.

Smellið hér til að sjá úrslit í tvenndarleik.

Skrifađ 14. ágúst, 2011
mg