Hádegisfundur hjá ÍSÍ

ÍSÍ býður upp á hádegisfund miðvikudaginn 8. júní kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Einar Einarsson sjúkraþjálfari og aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR mun fjalla um íþróttamælingar.
  • Samanburður á þolmælingum út á velli við Þolmælingar á hlaupabretti. Er mismunur á niðurstöðum. Niðurstaða úr verkefni í Meistaranámi í Íþróttafræðum.
  • Nýjar og einfaldara aðferðir til að mæla stökkraft, kraft og viðbragð. Þetta próf er gert með einföldum mæli sem er festur við mjöðina og hefur verið í þróun hja KINE ehf. Mælirinn hefur verið í profun hjá nokkrum íþróttfélögum og í nemendaverkefnum innan Háskólans í Reykjavik
  • Nýtt og einfalt skimunarpróf með myndbandsupptöku til að greina veikleika í hreyfikerfinu og hættu á íþróttameiðslum.  Áreiðanleiki slíkra prófa til að greina veikleika í hreyfikerfinu hefur verið staðfestur í ritrýndum greinum.

Einar mun m.a. svara eftirtöldum spurningum:

Hvernig mælum við stökkkraft og snerpu á einfaldan hátt?

Er þolpróf sama og þolpróf?

Getur veikleiki í hreyfikerfinu komið í veg fyrir árangur?

Fundurinn er öllum opinn.

Skrifađ 7. júní, 2011
mg