Sigur á Seycil eyjum

Landslið Íslands spilaði sinn fyrsta leik á Sudirman Cup, heimsmeistaramóti landsliða 2011, í morgun.

Liðið vann leikinn sem var gegn Seycil eyjum. Leikurinn endaði 5-0, Magnús Ingi Helgason og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvenndarleik sinni gegn George Cupidon og Allisen Camille 21-19 og 21-19.

Atli Jóhannesson vann einliðaleik sinn gegn Steve Malcounzane 21-9 og 21-14.

Tinna Helgadóttir vann einliðaleik gegn Cynthia Course 21-10 og 22-20.

Magnús og Helgi Jóhannesson unnu tvíliðaleik gegn Kervin Ghislain og George Cupidon 21-11 og 21-14.

Ragna Ingólfsdóttir og Snjólaug unnu tvíliðaleik gegn Cynthia Course og Allisen Camille 21-8 og 21-11.

Ísland á eftir að mæta Ísrael, Sri Lanka og Filippseyjum.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í riðlinum.

Skrifað 23. maí, 2011
mg